Panta Jeppaferð

Um jeppaferðir

Patrol1

.....................

Við bjóðum upp á jeppaferðir með góðum bílstjóra/leiðsögumanni á ýmsa staði á Norð-austurlandi.

Mývatn - Dettifoss

jardbodinHrjóstrugt og litríkt landslag. Friðsæld og fegurð.

Hvað er að sjá: Mývatn er þekkt fyrir undursamlega náttúru. Andstæður speglast í stórbrotnu landslagi umhverfisins og fegurð vatnsins.

Við munum aka umhverfis vatnið, skoða hverasvæðið, fuglasafnið og hraunmyndanir í Dimmuborgum. Síðan heimsækja Vogafjós, snæða þar og að síðustu skoða öflugasta foss Evrópu sem er Dettifoss.

 • Tími: Um 8 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 45.000 kr. á mann
 • Hægt er að kaupa nestispakka.

Askja - Holuhraun

AskjaUndur eldfjallanna

Hvað er að sjá: Við munum halda inn í ósnortnar og fagrar óbyggðir Vatnajökulssvæðisins. Fara um grófar sandauðnir, sjá fjallatinda, líta eldfjöll, jökulhettur, dali og hverasvæði.Í Holuhrauni er nýlega runnið hraun frá gosinu 2014. Þar er hægt að baða sig í volgri á sem rennur meðfram hrauninu. Askja er eldfjall í Dyngjufjöllum. Í henni er dýpsta stöðuvatn landsins sem varð til eftir öflugt gos í fjallinu árið 1875.

 • Tími: Heill dagur eða um 14 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 55.000 kr. á mann.
  Hægt er að kaupa nestispakka.

Langanes - Skálar

eydibyliFjarri heimsins glaumi

Hvað er að sjá: Ef fjarlægir, magnaðir og einangraðir staðir í fjarska höfða til þín þá er Langanes einmitt fyrir þig.
Við munum ferðast á fjórhjóladrifnum bíl að yfirgefnu sjávarþorpi, Skálum. Á leiðinni munum við stansa við kletta og klungur til þess að njóta útsýnisins yfir víðáttu Atlantshafsins. Einnig er numið staðar við Stóra karl en þar er útsýnispallur svo hægt sé að virða fyrir sér þúsundir fugla við sitt daglega amstur. Við ferðumst meðfram löngum rekaviðar fjörum en reki var mjög mikilvægur Íslendingum fyrr á tímum.

 • Tími: Um 7 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 40.000 kr. á mann.
 • Hægt er að kaupa nestispakka.

Fagridalur

51754Elsta eldfjall Austurlands

Hvað er að sjá:  Við förum með þig á hulinn stað í grennd Vopnafjarðar, lítinn fagra fjörð við rætur elsta eldfjalls Austurlands en litbrigði þess eru afar heillandi. Inni í firðinum er að finna gamlar rústir frá því að fólk bjó þar.

 • Tími: Um 7 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 40.000 kr. á mann.
 • Hægt er að kaupa nestispakka.

Kárahnjúkar

hafrahvÞú verður bergnuminn -

Hvað er að sjá: Ferð inn á hálendi Íslands endurnærir margan manninn. Þar eru þúsundir ósnortinna náttúrufyrirbæra.

Við ökum að Sænautaseli sem er gamalt eyðibýli, Hafrahvammagljúfur sem er risastórt og myndaðist við rennsli jökulár. Svo er haldið að Kárahnjúkastíflu, stærsta mannvirkis Íslands og síðast að Skriðuklaustri sem er menningarsetur helgað skáldinu heimskunna Gunnari Gunnarssyni.

 • Tími: Dagsferð, um 10 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 50.000 kr. á mann.
 • Hægt er að kaupa nestispakka.

Fontur - miðnæturferð

langanesfjaraHvað er að sjá: Þú verður einfaldlega að upplifa ferð í miðnætursól á Íslandi. Við bjóðum miðnæturferðir að vitanum Fonti á Langanesi, ysta tanga Íslands. Ógleymanleg reynsla. Vonandi nærðu að taka fallegar myndir sem munu minna þig á fegurð íslenskrar sumarnætur.

 • Tími: 7 klst.
 • Fjöldi: Mest 5 manns.
 • Verð: 45.000 kr. á mann.
 • Hægt er að kaupa nestispakka.

beintfra1

Icelandiclamb

 

FS11

 

Á næstunni

No events